Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru tveir aðilar á Siglufirði í einangrun með Covid19. Enginn er í sóttkví á Siglufirði og enginn í Ólafsfirði. Alls eru 42 í einangrun á Norðurlandi eystra, og þar af eru 40 á Akureyrarsvæðinu. Þá eru 74 í sóttkví á Norðurlandi eystra.