Tveir með covid á Siglufirði

Samkvæmt nýjustu tölum þá eru núna tveir í einangrun með Covid á Siglufirði og einn í sóttkví. Enginn er skráður í sóttkví í Ólafsfirði né í einangrun.

Á Norðurlandi eystra eru nú 21 í sóttkví og 12 með covid og í einangrun, flestir á Akureyri.

Á öllu Norðurlandi eru núna 45 í sóttkví og 19 með covid í einangrun.

Myndlýsing ekki til staðar.