Tveir jarðskjálftar af stærð 3,2 norður af Siglufirði

Tveir jarðskjálftar af stærð 3,2 mældust tæpum 30 km norður af Siglufirði snemma í morgun, rétt fyrir kl. 6:00. Voru þeir um 8 km norðar en skjálftahrinan á miðvikudaginn var. Um tugur jarðskjálfta hafa mælst í kjölfarið. Fréttaritari síðunnar fann ekki fyrir skjálftum í nótt á Siglufirði.

Stærstu skjálftarnir í nótt:

3,2 27. júl. 05:51:57 Yfirfarinn 28,8 km N af Siglufirði
2,7 27. júl. 06:12:36 Yfirfarinn 29,3 km N af Siglufirði
2,5 27. júl. 05:56:00 Yfirfarinn 29,2 km N af Siglufirði
Myndir frá Veðurstofu Íslands

Súlurit sem sýnir tímasetningu og stærð jarðskjálfta

Heimild: Veðurstofa Íslands.