Tveir gerðu tilboð í dúntekju á Siglufirði

Efla verkfræðistofa hefur opnað tilboð sem bárust í verkið Dúntekja Leirutanga Fjallabyggð.  Tvö tilboð bárust í verkið en þremur aðilum var boðið að taka þátt í verðkönnun.

Tilboð bárust frá tveimur aðilum:

Birkir Ingi Símonarson kr. 588.000.-.
Icelandic Eider ehf. kr. -1.544.560.-.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Icelandic Eider ehf., Árni R. Örvarsson, Hraunum í Fljótum, sem skilaði inn hagstæðara tilboði, þar sem tilboðið þeirra miðast við að greiða Fjallabyggð fyrir verkefnið.

Myndlýsing ekki til staðar.