Tveir dagar eftir í Skarðsdal

Nú eru aðeins tveir opnunardagar eftir á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Í dag er opið frá kl. 10-16 en hið árlega Skarðsrennsli fer fram kl. 13 í dag. Síðasti opnunardagur vetrarins verður sunnudaginn 17. maí. Það er því um að gera að nýta sér þessa tvo daga, en flest önnur skíðasvæði hafa lokað þennan veturinn.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Skíðasvæðið í Skarðsdal