Mér  var skemmt í gær er ég ók og lagði svo við Aðalgötuna á Siglufirði. Mætti ég tveimur bílum á móti umferð, sem fannst ekkert sjálfsagðara en að keyra á móti umferð. Komu bílarnir frá Ráðhústorgi og áttuðu sig ekki á vegmerkingum og voru greinilega í fyrsta skipti á Siglufirði. Fólkið sem varð vitni að þessu var mjög skemmt, enda líflegt á Siglufirði þessa dagana, og mikið af ferðafólki.