Tvær vikur í Nikulásarmótið á Ólafsfirði

Núna eru aðeins tvær vikur í að Nikulásarmót Vís og KF árið 2012 hefjist. Breytingar verða gerðar á mótinu þetta árið sem fyrirhugaðar hafa verið undanfarin ár. Í ár verður mótið í tvo daga en ekki í þrjá og er þetta gert til þess að þétta leikjaplanið og gera fínt þriggja daga mót að ennþá betra tveggja daga móti.

Í ár er verður aðeins keppt í 6. og 7. flokki. Mögulegt er að skrá í fjórum styrkleikum í 6. flokki og í þremur í 7. flokki. Mótið verður dagana 14. og 15. júlí og er áætlað að keppni hefjist um 09:00 á laugardeginum og að mótsslit verði í kringum 16:00.

 

Enn eru nokkur sæti laus í mótinu og hvetjum við alla áhugasama til þess að hafa samband á tölvupósti annað hvort á roberth@ismennt.is eða kf@kfbolti.is

Hlökkum til að sjá ykkur á glæsilegu Nikulásarmóti KF og Vís árið 2012!

Heimild: KFBolti.is