Tvær úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest tillögur SKÍ um val á þátttakendum á Ólympiuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Brasov í febrúar 2013.
Skíðafélag Ólafsfjarðar á tvo þáttakendur á hátíðinni, þær Alexíu Maríu Gestsdóttur (alpagreinar) og Jónínu Kristjánsdóttur (skíðagöngu). Fjallabyggð á reyndar þrjá fulltrúa á hátíðinni því alpagreinamaðurinn Jón Óskar Andrésson frá Siglufirði er einnig valinn svo þetta er heldur betur glæsilegt.

Alls sendir Ísland 8 keppendur í alpagreinum 4 stráka og 4 stúlkur og einnig fara 4 þátttakendur í skíðagöngu, 2 stúlkur og 2 strákar. Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir krakkana og virkilega spennandi verkefni.