Tvær upplýsingamiðstöðvar í Fjallabyggð í sumar

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lagt áherslu á að starfræktar verði tvær upplýsingamiðstöðvar í Fjallabyggð í sumar með sama hætti og á árinu 2011.

Bæjarstjóra Fjallabyggðar hefur verið falið að auglýsa eftir starfsmönnum í verkefnið og er lögð áhersla á að aðsetur þeirra verði háttað með sama hætti og á síðasta ári. Gert er ráð fyrir sama opnunartíma og að ráðningin miðist við þrjá mánuði í 50% starf.

Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar var starfrækt á Bókasafni Siglufjarðar s.l. sumar.