Tvær umsóknir um stöðu sóknarprests í Ólafsfjarðarprestakalli

Tvær umsóknir bárust um stöðu sóknarprests í Ólafsfjarðarprestakalli, en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 7. júlí síðastliðinn.

Umsækjendur eru:

Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Guðrún Eggertsdóttir, mag. theol.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. september, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.