Eigendur lóðar að Gránugötu 5b og 13 b hafa leitað til Tæknideildar Fjallabyggðar vegna lóðar þeirra. Komið hefur í ljós við nákvæma mælingu á þeim að þær skarast saman. Búið er að kynna þeim ákveðnar tillögur að nýrri lóðarskipan sem þeir sættu sig ekki við.
Því er nú Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar lagt til að lóðirnar verði afmarkaðar eins og kemur fram á lóðarblaði tæknideildar frá 23. nóvember með þeirri viðbót að lóðin Gránugata 5b stækki lítillega til austurs.