Tuttugasta og fimmta Pæjumótið í sumar

Í sumar fer fram 25. Pæjumótið á Siglufirði. Fyrsta mótið var haldið árið 1991 og hefur verið haldið ár hvert síðan. Mótið hefur verið eitt stærsta kvennamót í knattspyrnu á Íslandi. Mótið í ár heitir Pæjumót Sparisjóðsins og Rauðku en Sparisjóður Siglufjarðar og Rauðka eru nýir styrktaraðilarmótsins. Mótið í ár fer fram dagana 7.-9. ágúst.

Mótið er fyrir stúlkur í 6.-8. flokki og verður með hefðbundnu formi, þ.e. fótboltinn er í lykilhlutverki en einnig er kvöldskemmtun á föstudags- og laugardagskvöldinu, frítt í sund ásamt ýmiskonar afþreyingu fyrir keppendur á mótssvæðinu og í bænum.

Pæjumótið í fyrra færðist til Ólafsfjarðar vegna mikillar rignar sem var á Siglufirði en vellirnir þar voru í slæmu ástandi eftir miklar rigningar.

14684340438_08c4057999_z