Hljómsveitin TURTLE TACO EXPERIENCE tekur þátt í Músíktilraunum 2013 fyrir hönd Menntaskólans á Tröllaskaga. Hljómsveitin leikur tvö frumsamin pop-rokkög og eru textarnir einnig frumsamdir. Átta nemendur MTR skipa sveitina, sex strákar og tvær stúlkur og eru lagatextarnir eftir þær.

Músíktilraunir 2013 hófust í Hörpunni í Reykjavík þann 17. mars og standa til 20. mars. 39 hljómsveitir taka þátt í forkeppninni og er henni skipt á fjögur kvöld. Turtle Taco Experience keppir á miðvikudaginn 20. mars en úrslitin fara fram á laugardagskvöld.

Meira á Músiktilraunir.is