Lágheiðin milli Ólafsfjarðar að Fljótum er lokuð mest allt árið og hefur fram að þessu verið illa merkt. Nýverið hefur þó verið sett skilti sem leiðbeinir mönnum um að einstefnu götu sé að ræða. Síðustu ár hefur aðeins verið hægt að fara leiðina yfir hásumarið enda nýta menn nú Héðinsfjarðargöngin til Ólafsfjarðar frá Siglufirði.

Íbúar á fremsta bæ í Fljótum hafa þó ítrekað þurft að koma túristum til bjargar á þessu svæði vegna ónægrar merkingar og telur fólk sig vera fara styðstu leið til Ólafsfjarðar og lætur ekki snjóskaflana trufla sig og ófærðina.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA