Björgunarsveit var kölluð út á sunnudagsnóttina s.l. til að aðstoða erlenda ferðamenn, sem sátu fastir í bíl sínum á Lágheiði, á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Enginn slasaðist en ferðamennirnir og bíll þeirra var dreginn til byggða, en mikill snjór enn á heiðinni og hefur hún ekki verið rudd, enda liggur alfaraleið nú um Héðinsfjarðargöng.  Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem einhver festir sig á heiðinni í vor og sumar, bæta þarf greinilega úr merkingum vegna þessarar ófærðar.