Tryggingabætur duga ekki fyrir endurnýjun á tengigangi í húsakynnum Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar(UÍF), en bruni varð í húsinu síðastliðið haust. Félagið hefur því leitað til sveitarfélagsins Fjallabyggðar til að fá styrk fyrir þessum kostnaði sem fyrir liggur vegna endurnýjunar á tengiganginum á Hóli. Kostnaðaráætlun fyrir verkinu liggur fyrir en tengigangurinn er nánast ónýtur og þarfnast endurnýjunar, en félagið hefur ekki bolmagn að ráðast í nauðsynlegt viðhald án stuðnings Fjallabyggðar.