Truflun á umferð á Siglufirði vegna kvikmyndatöku

Þriðjudaginn 24. mars verða upptökur á þáttunum Ófærð í gangi í miðbæ Siglufjarðar. Á meðan tökur fara fram verður lokað fyrir umferð um Snorragötu frá gatnamótum við Gránugötu/Suðurgötu og að gatnamótum við Norðurtún. Þeir sem eiga erindi inn á iðnaðarsvæðið á Leirutanga fá þó aðgang að því en frá suðri. Einnig verður Suðurgata lokuð frá gatnamótum að Lindargötu/Skriðustíg. Svo má búast við truflun á umferð um hafnarsvæðið við hafnarvogina. Lokað verður fyrir öll bílastæði umhverfis Ráðhústorgið og eru íbúar sem vinna í miðbænum beðnir að taka tillit til þess.  Einnig þeir íbúar sem eiga erindi í Ráðhúsið eða aðra staði í miðbænum. Vakin er athygli á því að þyrla mun sveima yfir miðbæinn. Gert verður hlé á tökum í kringum hádegi.
Eru vegfarendur beðnir um að sýna þessu skilning