Trúðanámskeið á Akureyri

Leikfélag Akureyrar býður uppá trúðanámskeið fyrir fullorðna án endurgjalds helgina 11. og 12. nóvember næstkomandi. Námskeiðið ber titilinn Trúðboð og er byrjendanámskeið í trúðatækni fyrir alla sem hafa náð 18 ára aldri. Markmið námskeiðsins er að hver og einn þátttakandi nái að “fæða” sinn trúð og kynnast honum betur.
Á námskeiðinu verður farið í grunnreglur trúðsins. Þátttakendur munu þróa og vinna með trúðinn sinn í gegnum spuna og leiki.

Leiðbeinandi er Benedikt Karl Gröndal.  Trúðanámskeiðið er án endurgjalds og er hluti af Borgarasviði LA 2017-2018. Leikfélag Akureyrar vill með Borgarasviðinu gefa borgurum Akureyrar tækifæri til að upplifa leikhúsið sem rými þar sem fólk hittist, hefur samskipti og tengist skapandi, þvert á aldur, kyn og félagslegan bakgrunn. Trúðanámskeiðið er daganna 11. nóvember frá 13:00 til 18:00 og 12. nóvember frá 11:00 til 16.00 í Samkomuhúsinu. Skráning á námskeiðið er hér https://www.mak.is/is/um-mak/leikfelagid/skraning-a-trudanamskeid
Vinsamlegast athugið að námskeiðið takmarkast við 10 einstaklinga.