Tröllagleði í Ólafsfirði
Kaffi Klara og Pálshús í Ólafsfirði ætla að standa fyrir sameiginlegri fjölskylduhátíð laugardaginn 15. júlí næstkomandi í Strandgötu 2 og 4 í Ólafsfirði. Á fjölskylduhátíðinni er hugmyndin að nýta tröllaþemað í listaverki Jeanne Morrison og vera með dagskrá tengda því frá 11:00-16:00. Á dagskrá verður meðal annars upplestur á tröllasögum í Pálshúsi, tröllagerð úr þæfðri ull, krít og andlitsmálun fyrir utan Kaffi Klöru, skessusúpa og brauð, fjársjóðsleit, myndakeppni og tónlistaratriði. Krakkarnir einnig geta farið í hoppukastala og ratleik.
Sölubásar verða á svæðinu þar sem hægt verður að kaupa vörur úr Fjallabyggð. Einnig verður hægt að panta ferðir á sæþotu “Fairytale at sea”. Gallerí Ugla verður með opið frá 11:00-16:00 og skemmtilegt sápuboltamót verður í Ólafsfirði frá kl. 13.00.
