Siglufjörður mun iða af lífi þegar fjölskylduhátíðin Trilludagar verður haldin laugardaginn 29. júlí næstkomandi.

Þar verður gestum á öllum aldri boðið upp á sjóstöng og siglingar út á fjörðinn fagra. Boðið verður upp á grill á hafnarbakkanum.

Sama dag verður listaverkinu Síldarstúlkur afhjúpað.

Nánari dagskrá verður birt á allra næstu dögum.