Trilludagar, Síldardagar og Síldarævintýri

Síldarævintýrið á Siglufirði verður á sínum stað í ár en helgina á undan verða Trilludagar, dagana 23.-24. júlí. Við taka svo Síldardagar með gönguviku sem standa fram að Síldarævintýrinu sem lýkur sunnudaginn 31. júlí.  Nánari dagskrá eru í vinnslu og verður auglýst síðar.

Líkt og áður er óskað eftir því að skemmtistaðir, veitingastaðir, félagasamtök, íþróttafélög, gallerí og allir aðrir sem áhuga hafa á að koma viðburðum sínum á framfæri í dagskrá hátíðarinnar sendi allar nauðsynlegar upplýsingar á netfangið: siglosild@gmail.com fyrir 30. júní næstkomandi.

Síldarævintýrið á Siglufirði