Torgið hefur sölu á Jólaborgaranum

Fimmtudaginn 4. nóvember hefst sala á Jólaborgara Torgsins á Siglufirði sem í boði verður í nóvember og desember í ár. Er þetta í sjötta sinn sem að Jólaborgarinn er á matseðli hjá Torginu og hefur skapast mikil eftirvænting eftir þessum vinsæla hamborgara.

Skemmtileg hefð hefur myndast í gegnum árin þar sem góðir félagar hittast, smakka á herlegheitunum og segja sitt álit á Jólaborgaranum.

Þá hefur torgið auglýst þrjár dagsetningar fyrir jólahlaðborð, og er uppbókað á 11. desember næstkomandi, en laus borð á 4. desember og 18. desember.

Sunnudaginn 12. desember er svo hægt að mæta í jólabrunch á Torginu og mætir sveinki í heimsókn.

Á hlaðborðinu verður í boði egg og beikon, nýbakað brauð, steikur, jóla pizza, 3 síldartegundir og rúgbrauð, paté, reyktur lax og fleira jólagóðgæti.