Torgið dekraði við bandarísk hjón sem dvöldu á Siglufirði

Matreiðslumaðurinn á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði fékk séróskir frá bandarískum hjónum sem dvöldu nýlega í tvær vikur á Íslandi. Hjónin  gistu á Sigló hótel og fóru meðal annars á Síldarsafnið og voru yfir sig hrifin af Siglufirði. Hjónin óskuðu eftir sjávarréttarveislu á Torginu og galdraði eigandinn fram þessa líka veisluna. Af myndunum af dæma þá hefur þetta verið stórkostleg veislumáltið fyrir hjónin.

Matseðillinn var á þessa leið:

Síldarréttir
Marineruð síl, sinnepssíld, rúgbrauð bakað á staðnum og íslenskt smjör.

Úthafsrækjur
Hvítlauksristaðar ferskar úthafsrækjur, gljáðar sítrónur og lime.

Grafin lúða
Grafin smálúða, sinnepsdillsósa, gúrkusalsa, rucola og ristaðir croutons teningar.

Siglfirðingur
Ein vinsælasta pizza Torgsins, Siglfirðingur, þorskur, rækjur, chilliflögur, rauðlaukur, hvítlauksolía  og piparblanda.
Borin fram sem míni pizza á litlum disk.

Sjávarréttasúpa
Sjávarréttasúpa að hætti Torgsins

Hlýri
Steiktur hlýri, kartöflusmælki, grillaðar gulrætur og aspas með Bourbon sósu.

Ís
Vanilluís, rabarbarasulta, pikklaður og gljáður rabarbari, jarðarber, bláber og mynta.

 

Sælkeraveislur

Torgið býður upp á sælkeraveislur fyrir þá sem vilja gera vel við sig í mat og drykk.

Hafið samband í síma 467 2323 eða á netfangið torgid@torgid.net.