Torgið á Siglufirði komnir með heimasíðu

Tíðindamaður Héðinsfjarðar.is fór með fjölskylduna út að borða á Siglufirði í gær.  Ákveðið var að fara á veitingastaðinn Torgið við Aðalgötuna á Siglufirði, en þangað hafði fjölskyldan farið fyrir nákvæmlega ári síðan og fengið frábæra pizzu og þjónustu. Veitingastaðurinn Torgið á sér nokkra sögu á Siglufirði, en hann er mjög vel staðsettur, býður upp á fjölbreyttan matseðil, en óhætt er er að mæla með pizzunum hjá þeim. Staðurinn er fjölskylduvænn, og mjög gott er að koma með börn, en boðið er upp á sérstaka barnastóla fyrir yngstu börnin og sérstakan barnamatseðil. Frændurnir Danni og Danni hafa rekið staðinn síðan í mars 2016 og hefur tekist vel til hjá þeim. Nýverið hafa þeir fjárfest í heimasíðu, og keypt lénið www.torgid.net í maí, en núna er nýr matseðill sýnilegur á heimasíðunni.

Á virkum dögum bjóða þeir upp á hlaðborð í hádeginu en á kvöldin er það matseðillinn sem gildir.  Mæli með þessum stað fyrir ferðamenn og aðra sem sækjast í góðan mat og þjónustu.