Toppslagur á Ólafsfjarðarvelli

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Vængir Júpíters mætast á Ólafsfjarðarvelli kl. 14:00, laugardaginn 22. júlí í toppbaráttuslag í 3. deild karla. KF er nú í 3. sæti tveimur stigum á eftir Vængjum Júpíters og getur því náð 2. sæti með sigri.  KF hefur unnið síðustu tvo leiki og skorað í þeim 8 mörk, en þetta verður án efa erfiður og mikilvægur leikur. Fólk er hvatt til að mæta á völlinn og styðja strákana sem setja stefnuna beint upp í 2. deild.

Vængir Júpíters hafa ekki unnið í síðustu þremur leikjum, tapað einum og gert tvö jafntefli. Lið hefur þó aðeins tapað tveimur leikjum í fyrstu 10 umferðum mótsins. Fyrri leikurinn fór 5-3 fyrir Vængi Júpíters, en strákarnir í KF eru staðráðnir í að vinna þennan leik.

Völlurinn er ný sleginn og lítur vel út fyrir þennan toppleik.