Tónskóli Fjallabyggðar stoppar ekki vegna verkfalls

Tónskóli Fjallabyggðar mun ekki loka þrátt fyrir að verkfall sé hafið hjá tónlistarkennurum sem tilheyra Félagi Tónlistarkennara(FT). Tveir kennarar skólans eru í öðrum félögum sem eru ekki í verkfalli sem stendur, en þetta eru þeir Guito og Gunnar Smári og munu þeir því kenna áfram sínum nemendum. Þá mun Tónskólastjóri ekki fara í verkfall.