Tónlistarskólinn á Dalvík 50 ára

Laugardaginn 7. mars næstkomandi verður haldið upp á 50 ára afmæli Tónlistarskólans á Dalvík. Í því tilefni leitar skólinn nú að skemmtilegum myndum úr starfi skólans í gegnum árin.  Engu máli skiptir hvort myndirnar eru í stafrænu formi eða á ljósmyndapappír, skólinn tekur við þeim, skannar þær og kemur þeim aftur til skila.

Þeir sem hafa tök á að lána skólanum myndir í tilefni afmælisins eru beðnir um hafa samband við Valda á netfangi valdi@dalvikurbyggd.is eða koma myndunum upp í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar til hans í merktu umslagi.