Tónlistarskóli Skagafjarðar óskar eftir að ráða í stöðu gítarkennara, í 100% starf frá miðjum september 2013. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og færni í gítarleik, vera fær í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af að vinna með börnum. Auk þessa að vera metnaðarfullur og áhugasamur.
Nemendur skólans eru um 180 og kennarar eru 12 talsins. Kennt er á öll helstu hljóðfæri. Kennt er á 5 stöðum í héraðinu. Mikið samstarf er á milli tónlistarskólans og grunnskólanna í Skagafirði. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri tónlistaskólans í síma 453 5790 eða á netfanginu sveinn@skagafjördur.is
Umsóknarfrestur er til 10. september 2013.
Sækja skal um með rafrænni umsókn sem er í Íbúagátt sveitarfélagins, eða hér
Greitt er samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við FT og FÍH.