Nýtt tónlistarrit sem ber nafnið Fjallahnjúkar er komið út á Siglufirði. Það er Þórarinn Hannesson sem gefur ritið út. Bókin fjallar um Sögu kvæðamannafélagsins Fjallahnjúka, sem starfaði á Siglufirði árin 2005 til 2011 og varð síðan að fjölmennara félagi sem fékk nafnið Ríma. Þórarinn hefur afhent félögum í Fjallahnjúkum tónlistarritið og einnig Bókasafni Fjallabyggðar.

Þórarinn hefur áður gefið út sambærileg rit um dúettinn Danna og Tóta og einnig sönghópinn Góma. Þá hefur Þórarinn einnig gefið út allnokkrar ljóðabækur og gamansagnarit.

Áhugasamir geta kíkt í bókina á Bókasafni Fjallabyggðar eða athugað með kaup hjá höfundi.

Þórarinn Hannesson með tónlistarritin.