Tónlistarnám hækkar töluvert í Fjallabyggð

Ný gjaldskrá fyrir Tónskóla Fjallabyggðar hefur verið birt og er um töluverða hækkun að ræða.

  • Heilt nám barna er nú 60.720 kr. en var 52.800 kr. Hálf nám barna er nú 41.745 kr en var 36.300 kr.
  • Heilt nám fullorðinna er nú 90.850 kr. en var 63.800. Hálft nám fullorðinna er nú 64.050 kr. en var 49.500 kr.
  • Söngnám á framhaldsstigi er nú 136.207 kr. en var 78.100.

Fram kemur á heimasíðu Fjallabyggðar að gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar hafi ekki tekið neinum breytingum frá árinu 2011. Til samanburðar við Tónskóla Dalvíkurbyggðar þá kostaði samkvæmt gjaldskrá 2015 heilt nám barna 69.850 kr, hálft nám 46.750 kr. Heilt nám fullorðina 90.805 og hálft nám 64.050 kr.

045