Tónlistarhátíðin Gæran á Sauðárkróki í ágúst

Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin í húsi Loðskins á Sauðárkróki dagana 14.-16. ágúst. Einstakt hæfileikafólk kemur fram, þekktir flytjendur í bland við óþekktari. Sauðárkrókur iðar af lífi þessa daga sem Tónlistarhátíðin Gæran stendur yfir.

Dagskrá Gærunnar teygir sig yfir þrjá daga. Sólóistakvöld er haldið á fimmtudeginum á skemmtistaðnum Mælifelli og tónleikarnir eru svo á föstudeginum og laugardeginum á aðalsvæði hátíðarinnar. Það er 18 ára aldurstakmark á hátíðina en yngri tónlistarunnendur eru velkomnir í fylgd með foreldri/forráðamanni. 12 ára og yngri fá frítt inn á hátíðina. Miðaverð á alla viðburði hátíðarinnar er aðeins 6500 kr.

  • Sólóistakvöld verður fimmtudaginn 14. ágúst á Mælifelli.
  • Tónleikar á aðalsvæði hátíðarinnar föstud. 15. & laugard. 16. ágúst

www-gaeran-2013