Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival fer fram í þriðja skiptið, laugardagskvöldið 24. júní 2017 í Skagafirði. Líkt og fyrri ár verður áherslan á frábæra tónlist og fallega stemmingu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við frá Reykjum á Reykjaströnd þar sem tónleikarnir fara fram. Hátíðin byrjar kl. 18:00 og kostar miðinn 6500 kr.  Á Reykjum er tjaldstæði, næg bílastæði, kaffihús og auðvitað Grettislaug.
Fram koma:
Mugison
Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar
Amabadama
Contalgen Funeral
Emmsjé Gauti