Dagana 16.-18. ágúst verður hátíðin Berjadagar haldin í Ólafsfirði í Fjallabyggð. Meðal tónlistarmanna verður Magga Stína, Kormákur Geirharðsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Guðmundur Ólafsson leikari og tenór. Listamenn sem sýna eru:  Kristín Trampe, Guðrún Þórisdóttir(Garún) og Hólmfríður Vídalín Arngríms. Hilmar Örn Hilmarsson alsherjargoði heldur tónlistarnámskeið fyrir börn og unglinga í Fjallabyggð. Listrænn stjórnandi er Ólöf Sigursveinsdóttir.

  • Verð á tónleika föstudagskvöld og laugardagskvöld: kr. 2500
  • Verð á lokakvöld Berjadaga á sunnudagskvöld: kr. 3500FRÍTT fyrir börn yngri en 12 ára. Nánari upplýsingar og dagskrá hér.

Berjadagar