Tónlistarhátíðin Berjadagar á Ólafsfirði

Föstudagur 17. ágúst

Dvalarheimilið Hornbrekka kl. 11.00, hátíðin hefst

Börn af leikskólum í Fjallabyggð syngja lög úr safni Ómars Ragnarssonar undir yfirskriftinni „Skemmtileg lög og vísur“.

 

Ólafsfjarðarkirkja kl. 20:30 Upphafstónleikar Berjadaga

Brasskvintett Berjadaga flytur verk eftir: Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Hildigunni Rúnarsdóttur,Tryggva Baldvinsson, Páll Pampicler Pálsson, Victor Evald.

Brasshópur Berjadaga: Steinar Matthías Kristinsson trompet, Óðinn Melsteð trompet, Sigurbjörn Ari Hróðmarsson básúna, Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúna, Halldór Bjarki Arnarson horn, Roine Hultgrein túba.

 

Laugardagur 18. ágúst


Listamenn bæjarins opna vinnustofur sínar frá kl. 14 – 16:30

  • Garún, vinnustofa Aðalgötu gegnt apótekinu
  • Hófí, vinnustofa Burstabrekkueyri
  • Kristjana og Rut, Litla vinnust. v/Ægisgötu
  • Kristín R. Trampe í gamla apótekinu við Aðalgötu.

 

Ólafsfjarðarkirkja kl. 16, tónleikar

  • Kammerhópur Berjadaga
  • Íslensk fagursmíði – ljóð og lög eftir íslenskar konur


Flytjendur: Margrét Hrafnsdóttir sópran, Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran, Ave Kara Tonisson harmonikuleikari, Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari, Ingibjörg Guðlaugsdóttir tónskáld og básúnuleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.


Sunnudagur 19. ágúst

Ólafsfjarðarkirkja kl. 11, tónlistarmessa

  • Tónlistarflutningur í umsjón Kirkjukórs og organista Ólafsfjarðarkirkju og Brasshóps Berjadaga
  • Prestur Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir.

 

Dvalarheimilið Hornbrekka kl. 16

  • Síðdegisstund með listamönnum Berjadaga.

 

Tjarnarborg kl. 20:30

„brass, ballett og berjablámi“

  • Listamenn Berjadaga og dansflokkurinn Pípóla people sameina krafta sína og slá á létta strengi.

Listamenn Berjadaga 2012

Kammerhópur Berjadaga:

Margrét Hrafnsdóttir söngkona, Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona, Ave Kara Tonisson harmonikuleikar, Ingibjörg Guðlaugsdóttir tónskáld og básúnuleikariJúlíana, Rún Indriðadóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Guðmundur Ólafsson sjónleikari og tenór og Diljá Sigursveinsdóttir söngkona, fiðluleikari og listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

 

Brasshópur Berjadaga: Steinar Matthías Kristinsson trompet, Óðinn Melsteð trompet, Sigurbjörn
Ari Hróðmarsson básúna, Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúna, Halldór Bjarki Arnarson horn, Roine Hultgrein túba.

 

Danshópurinn Pípóla people: Ellen Kristjánsdóttir,  Karl Friðrik  Hjaltason,  Kolbeinn Ingi Björnsson,  Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir,  Tryggvi Geir Torfason.

 

Heimild: http://www.fjallabyggd.is/is/frettir/berjadagar-i-olafsfirdi-17.-19.-agust/