Tónlistarhátíðin Bergmál sett í dag

Tónlistarhátíðin Bergmál í Bergi menningarhús á Dalvík verður sett í dag kl. 13:30. Þjóðlagatónleikar verða um allt hús og er aðgangur ókeypis. Þar er einnig að finna myndlistarsýningu Ragnars Hólms. Það er ókeypis fyrir 25 ára og yngri á alla tónleika Bergmáls en annars kostar passi 5000 kr. en einnig er hægt að kaupa miða á staka viðburði.

Þriðjudagur:

kl.20.00 Bergmál. Kammertónleikar. Frumflutningur á nýju íslensku tónverki. Aðgangseyrir 3000 kr.

Miðvikudagur:

kl.20:00 Bergmál í Bergi. Galatónleikar. Ópera, íslensk sönglög, og Argentískur tangó ! Aðgangseyrir 3000 kr.

Fimmtudagur:

kl.20.30. Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni í Bergi. Miðaverð 2500 kr. Miðasala á Þulu.