Tónlistarhátíðin Bergmál á Dalvík

Tónlistarhátíðin BERGMÁL fer fram þriðja árið í röð dagana 6.-9. ágúst 2012 í Bergi, menningarhúsi á Dalvík. Dagskrá hátíðarinnar í ár er sérlega fjölbreytt og glæsileg.

 

Dagskrá BERGMÁLS 2012:

  • Mánudaginn 6. ágúst, kl. 14 Ævintýrið um Búkollu Spennandi sögustund fyrir yngri kynslóðina tvinnast saman við íslenska þjóðlagatónlist og óvæntan hljóðheim hjóðfæranna. Aðgangseyrir: 500 kr.
  • Þriðjudaginn 7. ágúst kl. 20 Í leit að glötuðum tíma Á þessum tónleikum munu nokkur öndvegisverka franskra kammertónbókmennta hljóma. Tónskáldin Maurice Ravel, Olivier Messiaen, Claude Debussy og Camille Saint-Saëns verða í forgrunni. Aðgangseyrir: 2.000 kr. Frítt fyrir 25 ára og yngri.
  • Miðvikudaginn 8. ágúst kl. 20 Séð hef ég skrautleg suðræn blóm Ljóðasöngur og þjóðlegur innblástur verða í öndvegi á þessum tónleikum. Flutt verða verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Sergei Rachmaninov, Robert Muczinzki, André Previn, Frédéric Chopin, Sigfús Halldórsson og Sigvalda Kaldalóns. Aðgangseyrir: 2.000 kr. Frítt fyrir 25 ára og yngri.
  • Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 21 Lokatónleikar – Leikhústónlist á tímum andspyrnu Söngvari á þessum tónleikum er Sigríður Thorlacius, sem er íslenskum áheyrendum af góðu kunn. Hún tekst hér á við fjölbreytta arfleifð Kurt Weill og konu hans söngkonunnar Lotte Lenya og samtímamanna þeirra. Hljóðfæraleikur er í höndum hljóðfæraleikara Bergmáls. Aðgangseyrir: 2.500 kr.
  • Passi á alla tónleika hátíðarinnar: 5.800 kr.

 

Flytjendur á BERGMÁLI 2012 eru:

Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari Grímur Helgason klarinettuleikari Kristján Karl Bragason píanóleikari Sigríður Thorlacius, sem kemur fram á lokatónleikum Bergmáls. Lilja Guðmundsdóttir sópransöngkona Ásta María Kjartansdóttir sellóleikari Ingileif Bryndís Björnsdóttir píanóleikari     – En þær þrjár síðastnefndu starfrækja tríóið Tríó Lyrico.

 

Heimild: www.bergmal.com