Tónlistarhátíð á Reykjum í Skagafirði

Blásið verður til nýrrar tónlistarhátíðar í Skagafirði síðustu helgi júnímánaðar.  Að hátíðinni standa staðarhaldarar á Reykjum í samvinnu við sömu menn og bjuggu til tónlistarhátíðina Bræðsluna á  Borgarfirði eystra.  Tónleikarnir munu fara fram á útisviði á Reykjum í stórbrotinni náttúru þar sem Tindastóll, Grettislaug, Drangey og Atlantshafið mynda stórkostlega umgjörð.  Fram kemur frábært tónlistarfólk, Emiliana Torrini og Jónas Sigurðsson, Magni, Contalgen Funeral og fleiri. Miðaverð er 6900 kr.

  •   Tónleikarnir munu fara fram laugardagskvöldið 27. júní og hefjast klukkan 21:00.
  •   Selt verður inn á svæðið á Reykjum og innifalið í miðaverði verður aðgangur að tjaldstæði og bað í Grettislaug.  Forsala fer fram á miði.is og takmarkaður fjöldi miða er í boði.

11407166_1610336985904738_4341299210905288995_n