Tónlistar- og menningarhátíðin Ólæti verður haldin í Ólafsfirði dagana 4.-7. júlí.
Hátíðin fer fram í gömlu frystihúsi í Ólafsfirði og er haldin í fyrsta skiptið í ár. Hátíðin byrjar á tónleikum kl.18:00 á fimmtudag og fjörið mun ekki stoppa fyrr en fer að líða að sunnudagsmorgni. Um 30 hljómsveitir og listamenn munu koma fram og nóg verður um afþreyingu alla dagana. Ólæti mun svo vera slúttað eftir seinustu tónleikana með brennu á bryggjuni.