Tónlist og rímur í Pálshúsi

Tónlist og rímur verða í Pálshúsi í Ólafsfirði sunnudaginn 9. júlí kl.18.00 – 18.30.  Ólöf Sigursveinsdóttir flytur þætti úr einleikssvítu eftir Johann Sebastían Bach og Svanfríður Halldórsdóttir flytur þætti úr Tístransrímum eftir Sigurð Breiðfjörð. Kveðnar verða valdar vísur úr rímunum. Stundin fer fram í listasalnum í Pálshúsi, sem prýða myndir eftir Kristinn G. Jóhannsson.
Aðgangur er ókeypis.