Tónlist, ljóð og gamansögur á Ljóðasetrinu

Það verður dagskrá á Ljóðasetrinu á Siglufirði í dag á Þorláksmessu kl. 14.00 – 17.00 og kl. 19.00 – 23.00.  Það verður flutt tónlist, ljóð, gamansögur og að sjálfsögðu verður jólaandinn ekki langt undan. Þórarinn fær góða gesti til að hjálpa við flutninginn. Söfnun verður fyrir unga fjölskyldu í Fjallabyggð sem þarf á stuðningi að halda.  Það verður samskotabaukur sem fólk getur stungið aur í til að styðja málefnið

Ljóðasetur