Tónleikar í Tjarnarborg á Ólafsfirði

Tónleikar Tónskóla Fjallabyggðar verða í Tjarnarborg á Ólafsfirði, miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18.00

Tónleikarnir verða notaðir til að velja nemendur og hljómsveitir, sem taka þátt í Nótunni uppskeruhátíð Tónlistarskólanna. Dómnefnd verður skipuð góðu fólki úr Fjallabyggð, sem  mun velja af kostgæfni, þá nemendur og hljómsveitir sem halda áfram í keppninni fyrir hönd skólans. Uppskeruhátíðin verður haldin í menningarhúsinu Hofi á  Akureyri þann 10 mars næstkomandi.