Tónleikar í Þjóðlagasetrinu

Laugardagskvöldið 14. júlí í Bjarnastofu Þjóðlagasetursins munu hinar nafntoguðu tónlistarkonur Sophie Ramsay frá Skotlandi og Sarah Smout frá Englandi flytja ný og gömul þjóðlög frá ýmsum löndum. Tónleikarnir í Þjóðlagasetrinu eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra um Orkneyjar, Færeyjar og Ísland. 
Tónleikarnir hefjast klukkkan 20:00, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!