Tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði

Föstudaginn 8. maí næstkomandi kl. 17 verða tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði þar sem fram koma finnski karlakórinn Coro Finlandia undir stjórn Henrik Wikström, og karlakórinn Heimir undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

Þá munu norðlensku tenórarnir Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson halda tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði mánudaginn 1. júní kl. 10. Undirleikari er Aladár Rácz og kynnir er Valgerður Guðnadóttir.