Tónleikar í Hörgársveit og Þingeyjarsveit

Kór Möðruvallaklausturprestakalls heldur tónleika í samvinnu við Leikfélag Hörgdæla við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal. Tónleikarnir verða haldir í Hörgársveit og Þingeyjarsveit.

Frumflutt verða þrjú ný lög eftir tónskáldin Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur, Daníel Þorsteinsson og Guðmund Óla Gunnarsson.  Kórstjóri er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

  • Miðvikudaginn 12. júní kl. 20:00 í hlöðunni að Stóra-Dunhaga, Hörgársveit.
  • Fimmtudaginn 13. júní kl. 20:00 í hlöðunni að Draflastöðum, Þingeyjarsveit.

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Léttar veitingar eftir tónleikana.