Fimmtudaginn 22. mars kl. 20:30 munu Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundson koma fram á tónleikum í Bergi í fyrsta sinn. Saman hafa þau Guðmundur og Sigríður spilað við hin ýmsu  tækifæri bæði sem dúó en einnig í félagi við aðra. Þau munu leika tónlist héðan og þaðan í bland við tónlist sem þau hafa gefið út á plötum saman á liðnum árum.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í Bergi sem er styrkt af KEA, Tónlistarsjóði og Menningarráði Dalvíkurbyggðar.