Tónleikar í Bergi á föstudaginn á Dalvík

Vorlauf er yfirskrift tónleika með ljóðaívafi sem haldnir verða í Menningarhúsinu Bergi Dalvík föstudaginn 13. apríl kl. 20:30. Það er Sönghópurinn Veirurnar og Eyþór Árnason ljóðskáld sem sameina krafta sína í þessari dagskrá. Stjórnandi sönghópsins er Guðbjörg R. Tryggvadóttir. Píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir. Efnisskráin er fjölbreytt, íslensk og erlend sönglög m.a. eftir Gunnstein Ólafsson, Jórunni Viðar, Hildigunni Rúnarsdóttur, Eyþór Stefánsson og Báru Grímsdóttur. Lög úr erlendu röðinni eru m.a. lög Andrew Lloyd Webber Think og me og Amigos para sempre og Londonderry Air, Puttin´on the Ritz, Happy day. Elma Atladóttir sópransöngkona syngur einsöngslög eftir Tryggva M. Baldvinsson.

Sönghópurinn Veirurnar eru 18 manna kammerkór sem hefur sungið saman í yfir 20 ár. Veirurnar hafa gefið út tvo geisladiska, Stemning og Jólastemning.

Aðgangseyrir er kr. 1.500, ókeypis fyrir börn á barnaskólaaldri og eldri borgara.