Í kvöld kl. 21:00 verða tónleikar á Þjóðlagasetrinu á Siglufirði þar sem ARISMARI TRIO treður upp. Tríóið samanstendur af tónlistarmönnunum og systkinunum Renu, George og Alexander Rasoulis. Þau munu flytja hefðbundin lög og dansa frá heimaeyjunni sinni, Krít, þar sem lífleg tónlistarhefðin litar daglegt líf með dansi og söngvum.
Tríóið mun fara með áheyrendur í tónlistarferðalag frá einni strönd Krítar til annarar.
Ef veður leyfir verða tónleikarnir utandyra. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.