Tónleikar á Ljóðasetrinu í kvöld

Í kvöld, föstudaginn 12. apríl, verður Þórarinn Hannesson með tónleika í Ljóðasetrinu á Siglufirði og eru þeir liður í tónleikaröðinni 802. Tónleikarnir byrja kl. 20.00 og kostar 1.000 kr. inn en aðgangseyrir að þessum tónleikum, sem öðrum í þessari tónleikaröð, renna til uppbyggingar og rekstur Ljóðasetursins á Siglufirði. Þórarinn leika og syngja elstu og yngstu lögin sín á þessum tónleikum. Allir velkomnir, og það má taka með sér nesti, samkvæmt tilkynningu.

Ljóðasetur