Tónkvíslin verður haldin þetta árið laugardaginn 16. febrúar, kl. 19:30 á Laugum. Íþróttahúsið á Laugum opnar kl. 19. Miðaverð er 1000 krónur fyrir nemendur Framhaldsskólans á Laugum, nemendur Framhaldsskólans á Tröllaskaga og alla grunnskólanemendur.
2000 krónur kostar fyrir fullorðna og frítt er fyrir börn á leikskólaaldri.
Eru allir velkomnir.
Kaffihús verður starfrækt þennan sama dag, laugardaginn 16. feb, frá kl. 13:30 til 17:30 í sal Gamla skóla, þar sem hægt verður að skoða verk eftir nemendur og gæða sér á bakkelsi og fá sér kaffitár eða annað.