Til sölu eru ýmis leik- og tómstundatæki úr félagsmiðstöðinni Neon í Fjallabyggð. Um er að ræða poolborð, lítið snókerborð og fótboltaspil. Áhugasamir hafi samband við Íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar fyrir 20. júní nk.
Athugið að hlutirnir eru í misgóðu ástandi og seljast eins og þeir eru. Óskað er eftir tilboðum í hlutina fyrir 20. júní.

Hlutirnir eru staðsettir í  Ólafsfirði og er hægt að fá að skoða þá með því að hafa samband við Gísla Rúnar, Íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar.